Að sigra er ekki er ekki allt.
Sem foreldri júdóbarns. Mun koma sá tími að lagt verður til að barnið þitt taki þátt í keppni. Þetta er frábært tækifæri fyrir barnið þitt til að byrja langan íþróttaferil. En mikilvægt er að setja keppnishugtakið í samhengi og íhuga sambandið við þarfir barnsins þíns, markmið og áhuga þess.
Keppni hefur verið hluti af júdó síðan það var stofnað.
Júdó er ein af fáum íþróttagreinum sem er iðkuð í hverri einustu heimsálfu og verðlaunasæti í stórum mótum eru unnin af fólki frá mjög mismundandi löndum. Júdó nær frá Azerbajan til Zimbabwe og ef barnið þitt byrjar í júdó gæti það dag einn, keppt út um allan heim við fólk næstum því úr öllum heimshornum. Þau geta orðið topp íþróttafólk og fengið tækifæri til að keppa fyrir hönd Íslendinga á stærstu mótum heims, Jafnvel Ólypíuleikunum.
Þau geta líka ákveðið að verða ekki topp íþróttamanneskjur og færa þær fórnir og æfa af þeirri hörku sem toppíþróttmaður þarf að gera. Sem betur fer er keppt í mörgum flokkum í júdó og pláss er fyrir alla.
Sem foreldri júdóbarns, hefur þú mikil áhrif á það hvað keppni þýðir fyrir barnið þitt og einnig hvort barnið þitt vilji alls ekkert keppa.
Suir foreldrar leyfa ekki börnunum sínum að keppa. Þetta er að mínu mati mikil mistök. Ef að vel er staðið að keppninni er hún frábært tækifæri til að læra. Ef satt skal segja getur keppni verið svolítið hræðileg í augum barnsins. Barnið getur verið hrætt við að gera mistök, meiða sig eða tapa. Ef barnið horfist í augu við hræðsluna og tekst á við hana, á sú ákvörðun eftir að efla og þroska barnið.
Það sem hafa ætti í huga er að keppni á að vera áskorunn sem að barnið getur sigrast á. Að vinna mót eða einn bardaga er gott. Aftur á móti á barnið ekki að vera kastað í djúpulaugina til að byrja með það á ekki að fara í mót nema að þjálfari gangi í skugga um að barnið hafi náð lágmarks færni. Einnig ættu börnin ekki að keppa við þá sem eru verri, það þroskar börnin lítið og eyðileggur upplifunina fyrir hinum.
Keppni á að snúast um þroska og þróun barnsins þíns. Ekki um sigur. Sigur á að vera aukaatriði, Þegar börnin þroskast og vaxa upp verða þau kannki íþróttamenn/konur. En þangað til, í lok táningsaldursins (ca18) ætti keppni að snúast um þroska einstaklingsins.
Sem foreldri, þarft þú að passa þig á því að gera ekki óheilbrigðar kröfur og væntingar til barnsins þíns. Sama á við um þjálfara og félög. Þú og deildin þurfa að koma sér saman hvenær keppni á við.
Við viljum ekki að börnin keppi um heiður félagsins eða foreldrar hóti að refsa þeim ef þau tapa. Einnig eru verðlaun sem veitt eru á röngum tíma eða fyrir vitlausa hluti verið jafn slæmir framanritað.
Barnið þitt mun njóta þess að keppa (og þú getur hjálpað með því að sega að það verði gaman). Þú og barnið þitt ættuð að mæta á mót og vænnta þess að vinna stundum og tapa stundum. Barnið þitt á að gera sitt besta sama hvernig keppnin fer. Ef að barnið gerir sitt besta átt þú og þjálfarinn að hæla barninu fyrir það.
Þegar til langst tíma er litið, vænntum við þess (Ég,þú og þjálfarinn) að barnið þitt tapi og læri af reynslunni. Síðan viljum við að barnið keppi aftur og bæti sig. við viljum sjá barnið bæta getu sína, sjálsálit sitt og sjálfsmynd. Við vilum sjá þau átta sig á því í keppni að þau skapa sína framtíð sjálf, Þ.e að með meiri vinnu og meiri æfingu kemur betri árangur.... sem er í raun góð vitneskja fyrir alla.
Við viljum líka sjá barnið berjast við hindranir og sigra þær (hindranir eru einungis tröppur í átt að einhverju stórkostlegu). Hvort sem er andlegar eða líkamlegar hindranir. Þú ættir að vera jafn stoltur/stolt hvort sem barnið þitt vinnur á stóru kasti eða tapi með reisn. Sérstaklega ef þau hafa tapað áður og ekki getað tekið því andlega. Foreldri ætti að vera stolt af barninu sínu ef að það tapar og getur tekið því eins og hetja.
Það sem við viljum ekki sjá er barn keppir með ósangjörnum væntingum um sigur. Við viljum ekki sjá að börn keppi vegna þess að þau "verða að" eða vegna þess að þjálfarinn vill fá fleiri verðlaunapeninga. Við viljum heldur ekki að börn keppi vegna þess að mamma eða pabbi vilja íþróttamann í fjölskylduna eða aðrar ástæður annað en að keppni sé góð fyrir þroska barnsins.
Þetta er vert að ræða við þjálfara barnsins þíns.