Judo á Íslandi
Eftir að hnefaleikar voru bannaðir með samþykki Alþingis 19. des. 1956 hófu hnefaleikamenn að leita fyrir sér í öðru sporti og varð úr að margir hófu að æfa Judoíþróttina. Glímufélagið Ármann í Reykjavík var fyrsta félagið sem hóf að æfða Judo og var fyrsti þjálfari félagsins Þjóðverjin Frihelm Geyer. Leitast var við fá Íslenska þjálfar og í þeim tilgangi var Sigurður H.Jóhannsson valin til að fara erlendis til Judonáms, hann er talinn einn helsti brautryðjandinn Judo íþróttarinnar hérlendis. Hann gekkst fyrir stofnun júdódeildar í Ármanni árið 1957 og voru með honum í fyrstu stjórn, þeir Þorkell Magnússon og Björn Eyþórsson, sem einnig voru fyrrum hnefaleikamenn. Einnig unnu þeir Reimar Stefánsson og Ragnar Jónsson mikið að framgangi íþróttarinnar. Árið 1958 fór Sigurður til Kaupmannahafnar í júdóskóla og tók þar sín fyrstu próf. Hann dvaldi einnig við júdóæfingar í London árið 1960. Er heim kom miðlaði hann þekkingu sinni og kynnti þjálfunaraðferðir og keppnisreglur. Fyrsti Íslendingurinn til að bera svart belti var Ragnar Jónsson.
Árið 1967 var Júdófélag Reykjavíkur formlega stofnað, en hafði þá æft og keppt um tveggja ára skeið. ÍSÍ lét málefni júdó- manna til sín taka og árið 1968 var sett á stofn sérstök Júdónefnd innan ÍSÍ til að sinna málefnum þeirra og undirbúa stofnun sérsambands. Nefndin efndi einnig til júdódags og fyrsta opinbera mót hérlendis. Að vísu höfðu verið haldin nokkur innan- félagsmót í æfingasölum félaganna. Mótið fór fram 11. mars 1970. Keppendur voru 18 frá Ármanni en 14 frá JFR og urðu þeir síðarnefndu hlutskarpari. Í úrslitaglímu sigraði Sigurður Kr. Jóhannsson (alnafni upphafsmannsins) Svavar Carlsen, en Japanarnir Kobayashi og Yamamoto sýndu og kenndu ýmiss atriði júdósins.
Fyrsta Íslandsmeistaramótið var síðan haldið 1971 og þá sigraði Svavar Carlsen í þungavigt, Sigurjón Kristjánsson í millivigt og opnum flokki. Júdósamband Íslands var stofnað 28. janúar 1973, að forgöngu júdónefndar ÍSÍ og stóðu 7 félög að stofnuninni. Fyrstu stjórn JSÍ skipuðu þeir Eysteinn Þorvaldsson, formaður. Jón Ö. Þormóðsson, Óttar Halldórsson, Sigurður H. Jóhannsson og Þórhallur Stígsson.
Svavar Carlsen var fyrsta stórstjarna okkar Íslendinga í júdó. Hann var Íslandsmeistari 1974-76 og hlaut silfur á Norður- landamótinu 1973. Á NM 1974 vann sveit Íslands silfurverðlaun í flokkakeppni og á NM 1975 unnu þeir Gísli Þorsteinsson og Halldór Guðbjörnsson til verðlauna í sínum þyngdarflokkum. Gísli Þorsteinsson og Halldór Guðbjörnsson unnu báðir silfurverðlaun. Gísli Þorsteinsson (Einarssonar) vann það afrek 1976 að verða Norðurlanda- meistari en Halldór Guðbjörnsson vann brons, sama ár hefst þátttaka okkar í júdó á Ólympíuleikum. Árið 1977 unnu þeir svo báðir Gísli og Halldór til gullverðlauna og Viðar Guðjónsson og Svavar Carls unnu Silfur í sínum flokkum. Flestum er kunn hin glæsilega sigurganga Bjarna Friðrikssonar á Íslands- og Norðurlandamótum, sem náði hámarki er hann hreppti bronsverðlaun á Ólympíuleikunum 1984.
Eftir að hnefaleikar voru bannaðir með samþykki Alþingis 19. des. 1956 hófu hnefaleikamenn að leita fyrir sér í öðru sporti og varð úr að margir hófu að æfa Judoíþróttina. Glímufélagið Ármann í Reykjavík var fyrsta félagið sem hóf að æfða Judo og var fyrsti þjálfari félagsins Þjóðverjin Frihelm Geyer. Leitast var við fá Íslenska þjálfar og í þeim tilgangi var Sigurður H.Jóhannsson valin til að fara erlendis til Judonáms, hann er talinn einn helsti brautryðjandinn Judo íþróttarinnar hérlendis. Hann gekkst fyrir stofnun júdódeildar í Ármanni árið 1957 og voru með honum í fyrstu stjórn, þeir Þorkell Magnússon og Björn Eyþórsson, sem einnig voru fyrrum hnefaleikamenn. Einnig unnu þeir Reimar Stefánsson og Ragnar Jónsson mikið að framgangi íþróttarinnar. Árið 1958 fór Sigurður til Kaupmannahafnar í júdóskóla og tók þar sín fyrstu próf. Hann dvaldi einnig við júdóæfingar í London árið 1960. Er heim kom miðlaði hann þekkingu sinni og kynnti þjálfunaraðferðir og keppnisreglur. Fyrsti Íslendingurinn til að bera svart belti var Ragnar Jónsson.
Árið 1967 var Júdófélag Reykjavíkur formlega stofnað, en hafði þá æft og keppt um tveggja ára skeið. ÍSÍ lét málefni júdó- manna til sín taka og árið 1968 var sett á stofn sérstök Júdónefnd innan ÍSÍ til að sinna málefnum þeirra og undirbúa stofnun sérsambands. Nefndin efndi einnig til júdódags og fyrsta opinbera mót hérlendis. Að vísu höfðu verið haldin nokkur innan- félagsmót í æfingasölum félaganna. Mótið fór fram 11. mars 1970. Keppendur voru 18 frá Ármanni en 14 frá JFR og urðu þeir síðarnefndu hlutskarpari. Í úrslitaglímu sigraði Sigurður Kr. Jóhannsson (alnafni upphafsmannsins) Svavar Carlsen, en Japanarnir Kobayashi og Yamamoto sýndu og kenndu ýmiss atriði júdósins.
Fyrsta Íslandsmeistaramótið var síðan haldið 1971 og þá sigraði Svavar Carlsen í þungavigt, Sigurjón Kristjánsson í millivigt og opnum flokki. Júdósamband Íslands var stofnað 28. janúar 1973, að forgöngu júdónefndar ÍSÍ og stóðu 7 félög að stofnuninni. Fyrstu stjórn JSÍ skipuðu þeir Eysteinn Þorvaldsson, formaður. Jón Ö. Þormóðsson, Óttar Halldórsson, Sigurður H. Jóhannsson og Þórhallur Stígsson.
Svavar Carlsen var fyrsta stórstjarna okkar Íslendinga í júdó. Hann var Íslandsmeistari 1974-76 og hlaut silfur á Norður- landamótinu 1973. Á NM 1974 vann sveit Íslands silfurverðlaun í flokkakeppni og á NM 1975 unnu þeir Gísli Þorsteinsson og Halldór Guðbjörnsson til verðlauna í sínum þyngdarflokkum. Gísli Þorsteinsson og Halldór Guðbjörnsson unnu báðir silfurverðlaun. Gísli Þorsteinsson (Einarssonar) vann það afrek 1976 að verða Norðurlanda- meistari en Halldór Guðbjörnsson vann brons, sama ár hefst þátttaka okkar í júdó á Ólympíuleikum. Árið 1977 unnu þeir svo báðir Gísli og Halldór til gullverðlauna og Viðar Guðjónsson og Svavar Carls unnu Silfur í sínum flokkum. Flestum er kunn hin glæsilega sigurganga Bjarna Friðrikssonar á Íslands- og Norðurlandamótum, sem náði hámarki er hann hreppti bronsverðlaun á Ólympíuleikunum 1984.
Bjarni Ásgeir Friðriksson
Bjarni Ásgeir Friðriksson (1956) er án efa þekktasti júdómaður þjóðarinnar og einn mesti afreksmaður íslenskra íþrótta. Bjarni keppti á fjórum Ólympíuleikum, Moskvu 1980, Los Angeles 1984, Seoul 1988 og Barcelona 1992.
Á leikunum 1984, þann 9. ágúst, keppti Bjarni í -95 kg. flokki. Keppendur á leikunum voru 24. Bjarni sat yfir í fyrstu umferð en keppti svo við Danann Carsten Jensen í annarri umferð sem hann sigraði á ippon (fullnaðarsigur). Í þriðju umferð mætti Bjarni Bandaríkjamanninum Leo White sem hann sigraði og komst hann þar með í undanúrslit. Þar mætti hann Douglas Vieira frá Brasilíu sem hann tapaði fyrir og átti þá eingönu eftir glímuna um bronsið. Þar mætti hann Ítalanum Yuri Fazi sem hann sigraði með glæsilegu kasti og armlás í kjölfarið.
(Heimild: Íslendingar á Ólympíuleikum eftir Gísla Halldórsson).
Á leikunum 1984, þann 9. ágúst, keppti Bjarni í -95 kg. flokki. Keppendur á leikunum voru 24. Bjarni sat yfir í fyrstu umferð en keppti svo við Danann Carsten Jensen í annarri umferð sem hann sigraði á ippon (fullnaðarsigur). Í þriðju umferð mætti Bjarni Bandaríkjamanninum Leo White sem hann sigraði og komst hann þar með í undanúrslit. Þar mætti hann Douglas Vieira frá Brasilíu sem hann tapaði fyrir og átti þá eingönu eftir glímuna um bronsið. Þar mætti hann Ítalanum Yuri Fazi sem hann sigraði með glæsilegu kasti og armlás í kjölfarið.
(Heimild: Íslendingar á Ólympíuleikum eftir Gísla Halldórsson).