Kaup á Júdógalla
Judogi (júdógí) eða júdógallin er gerður úr tvíofinni bómull. Flestir gallar sem notaðir eru í bardagalistum t.d. karate eru gerir úr einföldri bómull. Tvíofin bómull er þyngri og endist lengur en þunnir einfaldir gallar. Buxurnar eru úr einföldu lagi af bómull og líkjast buxum úr öðrum bardagaíþróttum. Ástæðan fyrir tvíofna jakkanum er að mikið er togað í gallann og hann verður að þola það. Karate og taekwondo gallar nýtast ungum börnum í júdó en munu fljótlega rifna.
Bómull er ekki náttúrulega hvít, en það er hinsvegar júdógallinn. Ástæða þess er að júdógallar eru venjulega lýstir upp af framleiðandanum. Sumir selja "óupplýsta galla" sem hafa örlítinn gulan tón. Við mælum ekki með þannig göllum vegna þess að aðrir krakkar eru oftast í hvítum göllum og oftast eru þeir ekki eins vandaðir og hvítugallarnir.
Gallar eru framleiddir í öllum regnbogans litum. Blár og hvítur eru þeir litir sem löglegir eru í Júdó. Einungis þarf að eiga bláann galla ef keppt er í fullorðins flokki. Þannig að börn ættu að halda sig við þá hvítu.
Júdobuxur eru oftast festar með bandi. En margar tegundir barnabúninga koma með teygju um mittið. Ef þú getur, keyptu þá búning með teygju. Þær hanga betur uppi en buxur einungis með bandi. Með því að kaupa búning með teygju kemurðu í veg fyrir að barnið þurfi að skammast sín og sparar þjálfaranum/leiðbeinandanum tíma og þolinmæði. Buxur með teyju hafa líka oftast band, notið það líka, þið viljið ekki að buxurnar séu dregnar af sonum ykkar eða dætrum.
Til eru margar tegundir af merkum, jafnvel stór merki eins og Adidas. Eins og í flestum fatnaði er samasem merki á milli stórra fatamerkja og hás vöruverðs. Það er oft munur á gæðum, en oftast er hann ekki mikill, sérstaklega ekki hjá börnum. Markmiðið hjá flestum foreldrum er oftast að finna ágætis vöru á ágætis verði. Þetta er vel hægt í júdóklæðnaði. Þú ættir ekki að vera bangin við að kaupa ódýrasta hvíttaða búningin handa barninu þínu.
Stærðir nú til dags eru eftir hversu júdóiðkandinn er hár í sentimentrum. Því þaftu að mæla barnið þitt og kaupa galla í þeirri stærð sem nálegt hæð þess. Aldrei kaupa galla sem er minni en barnið. Best er að kaupa galla sem er 10cm hærri en barnið er, það vex og gallinn skreppur örlítið saman
(ca 10%). Fyrir neða er grófur listi yfir stærðir.
Hvenær á að kaupa júdógalla:
Ekki er nauðsinslegt að kaupa galla strax, Umfn leyfir börnum að iðka júdó þangað til að foreldrar geta keypt galla. Einnig er hægt að leigja galla hjá þjálfara.
Ef að barnið ákveður að það vilji halda áfram í Júdó, kaupið þá galla.
Hvernig kaupi ég júdógalla:
Aðveldast er að kaup júdógalla af félaginu. Einnig er hægt að kaupa galla á netinu. Til eru margar síður sem selja júdógalla.
Ef þið ætlið að kaupa júdógalla í sportvöruverslun eða á netinu. Munið þá muninn á karate og taekwondo göllum og júdógöllum.
Það skiptir litlu hvar þið kaupið gallan en munið og verið viss um að þið fáið réttar stærðir. Eins og kemur fram í textanum hér að ofan geta gallar minnkað um 10% (ekki forþvegnir) Ef þið kaupið forþvegna eða notaða þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því að gallinn minnki.
Hvernig meðhöndla ég júdógalla:
Júdógallar þurfa að vera þvegnir mjög reglulega. Hægt er að þvo þá í þvottavél,en þeir eru mjög þungir þegar þeir blotna. Ekki setja mikið í vélina með þeim. Hægt er að þvo þá á 60°c þrátt fyrir að 30°- 40°c séu nóg.
Við mælum með að gallinn sé þurkaður með því að hengja hann upp. Aldrei ætti að setja hann í þurkara vegna þess sem tekið er fram hér að ofann, þ.e. að júdógallar eiga það til að skreppa saman.
Aldrei hvítta galla sjálf það veikir efnið í honum og mun stytta líftímahans.
Belti:
Júdógalla fylgjir oftast hvítt belti, sérstaklega í barnastærðunum. Lituð belti er hægt að kaupa með sömu aðferðum og gallana. Einnig er hægt að lita hvítubeltin í þeim lit sem á við. Ef þú ákveður að lita beltið, vertu þá vakandi yfir því að litirnir geta smitast yfir á gallan. Ef beltið er litað gæti það borgað sig að þvo það nokkrum sinnum áður en það er notað til að koma í veg fyrir litun á búning.
Ekki er nauðsinslegt að kaupa galla strax, Umfn leyfir börnum að iðka júdó þangað til að foreldrar geta keypt galla. Einnig er hægt að leigja galla hjá þjálfara.
Ef að barnið ákveður að það vilji halda áfram í Júdó, kaupið þá galla.
Hvernig kaupi ég júdógalla:
Aðveldast er að kaup júdógalla af félaginu. Einnig er hægt að kaupa galla á netinu. Til eru margar síður sem selja júdógalla.
Ef þið ætlið að kaupa júdógalla í sportvöruverslun eða á netinu. Munið þá muninn á karate og taekwondo göllum og júdógöllum.
Það skiptir litlu hvar þið kaupið gallan en munið og verið viss um að þið fáið réttar stærðir. Eins og kemur fram í textanum hér að ofan geta gallar minnkað um 10% (ekki forþvegnir) Ef þið kaupið forþvegna eða notaða þurfið þið ekki að hafa áhyggjur af því að gallinn minnki.
Hvernig meðhöndla ég júdógalla:
Júdógallar þurfa að vera þvegnir mjög reglulega. Hægt er að þvo þá í þvottavél,en þeir eru mjög þungir þegar þeir blotna. Ekki setja mikið í vélina með þeim. Hægt er að þvo þá á 60°c þrátt fyrir að 30°- 40°c séu nóg.
Við mælum með að gallinn sé þurkaður með því að hengja hann upp. Aldrei ætti að setja hann í þurkara vegna þess sem tekið er fram hér að ofann, þ.e. að júdógallar eiga það til að skreppa saman.
Aldrei hvítta galla sjálf það veikir efnið í honum og mun stytta líftímahans.
Belti:
Júdógalla fylgjir oftast hvítt belti, sérstaklega í barnastærðunum. Lituð belti er hægt að kaupa með sömu aðferðum og gallana. Einnig er hægt að lita hvítubeltin í þeim lit sem á við. Ef þú ákveður að lita beltið, vertu þá vakandi yfir því að litirnir geta smitast yfir á gallan. Ef beltið er litað gæti það borgað sig að þvo það nokkrum sinnum áður en það er notað til að koma í veg fyrir litun á búning.