Aikido er japanskt sjálfsvarnarform sem var þróað á 20. öldinni af Ueshiba Morihei og er nokkuð skylt judo og jiu-jitsu. Líkt og í judo er mikið um köst og hvers kyns lása en þó aldrei neitt sem byggir á beinum líkamsstyrk. Ólíkt flestum sjálfsvarnaríþróttum hefur aikido ekki verið þróað sem keppnisíþrótt. Mikil áhersla er lögð á andlega uppbyggingu. Eðli aikido er þannig að allir geta æft saman óháð kyni, aldri, styrkleika og þyngdarflokkum. Í aikido er öll áhersla lögð á að verjast árásum með því að beina krafti andstæðings frá sér í stað þess að reyna að mæta krafti með krafti. Í aikido er áhersla lögð á að æfingafélagar vinni saman að því að bæta sig í stað þess að keppa að árangri á kostnað annara.
Hluti af aikido eru æfingar með vopnum, þá er æft með bokken (trésverði), jo (tréstaf) eða tanto (tréhníf). Allar æfingar eru staðlaðar, þ.e. fyrirfram ákveðnar í nokkurs konar kataformi. Ýmist er um einstaklingæfingar (suburi) að ræða eða paraæfingar (awase, kumitachi og kumijo). Einnig eru æfingar þar sem annar æfingafélaginn er með vopn en hinn ekki.
Æfingatímar:
Þriðjudagar frá 21:00-22:30
Fimmtudaga 20:00-22:30
Laugardagar frá 14:00-16:00
Kennarar eru:
Anna María Cornette
shodan
Jóhann Páll Kristbjörnsson
shodan
Hluti af aikido eru æfingar með vopnum, þá er æft með bokken (trésverði), jo (tréstaf) eða tanto (tréhníf). Allar æfingar eru staðlaðar, þ.e. fyrirfram ákveðnar í nokkurs konar kataformi. Ýmist er um einstaklingæfingar (suburi) að ræða eða paraæfingar (awase, kumitachi og kumijo). Einnig eru æfingar þar sem annar æfingafélaginn er með vopn en hinn ekki.
Æfingatímar:
Þriðjudagar frá 21:00-22:30
Fimmtudaga 20:00-22:30
Laugardagar frá 14:00-16:00
Kennarar eru:
Anna María Cornette
shodan
Jóhann Páll Kristbjörnsson
shodan