Drög að reglum
Reglur um landsliðsmenn og hverjir fá að keppa fyrir deildina
Allir keppendur sem keppa fyrir hönd Glímudeildar UMFN (GDN) skulu vera skráðir félagar Sleipnis. Keppendur greiða sjálfir keppnisgjöld.
Æskilegt er að keppendur deildarinnar taki virkan þátt í starfi deildarinnar, en virkur iðkandi sinnir m.a. eftirfarandi þáttum í starfi deildarinnar:
- Er til fyrirmyndar innan sem utan vallar.
- Tekur þátt í starfi deildarinnar
Þeir iðkendur sem eru valdir í landslið sérsambanda skulu mæta á æfingar sem eru sérstaklega fyrir landsliðsmenn og gilda sömu reglur og hér að framan.
Landsliðsmenn deildarinnar eru þeir iðkendur sem sérsambönd velja hverju sinni og stjórn Sleipnis samþykkir sem landsliðsmenn.
Um keppni iðkenda skal fara eftir reglum um ferðalög á vegum Sleipnis. Keppendur skulu kynna sér þær sérstaklega.
Valdir landsliðsmenn hafa forgang að fjáröflunum á vegum deildarinnar.
Reglur um val á íþróttamanni Sleipnis
Stjórn Glímudeildar UMFN ákveður hver er valinn íþróttamaður og -kona deildarinnar og efnilegasti íþróttamaður ársins út frá hverju sérsambandi sem deildin starfar með.
Yfirþjálfari skal skila til stjórnar tilnefningum með góðum rökstuðningi.
Val á íþróttamanni deildarinnar skal vera tilbúið 1. desember ár hvert.
Við val á íþróttamanni deildarinnar skal farið eftir neðangreindu:
- Farið skal eftir stigalista hvers sérsambands.
- Miðað skal við árangur í fullorðinsflokkum fyrst.
- Einungis virkir keppendur á keppnistímabilinu koma til greina.
- Árangur í viðurkenndum mótum sérsambanda innanlands og utanlands.
- Einstaklingurinn sé virðingarverð fyrirmynd og sé líklegur til að hefja íþróttaiðkun til vegs og virðingar.
- Taka má tillit til verðlauna í öðrum flokkum eða greinum.
- Tekið má tillit til hvort viðkomandi sé virkur iðkandi, mæti vel á æfingar og mót, taki þátt í fjáröflunum, vinni á mótum fyrir félagið og taki að sér þjálfun yngri flokka.
Verðlaunahafar íþróttamaður og -kona ársins fá til varðveislu farandbikar og verðlaunahafar efnilegasta íþróttamanns ársins fá eignarbikar.
Reglur um ferðalög á vegum Sleipnis
Um ferðir sem farið er á vegum Sleipnis gilda eftirfarandi reglur:
- Ekki er þörf á fararstjórum í ferðir fyrir 15 ára og eldri, nema um stærri ferðir sé að ræða sem krefjast mikils utanumhalds og undirbúnings. Þjálfari ákveður hvort þörf er á farastjóra í ferðum fyrir 15 ára og yngri. Iðkendur 10 ára og yngri skulu ávallt vera í fylgd fullorðins ábyrgðarmanns.
- Stjórn Sleipnis óskar eftir umsækjendum um fararstjórn og velur þann sem talinn er henta best í þá ferð. Þjálfari og fararstjóri fær 100% af ferða- og gistingkostnaði greitt, sem deilist jafnt á þá iðkendur sem fara í ferðina. Tveir aðilar geta deilt farastjórastöðunni.
- Foreldrar og aðrir sem ekki eru iðkendur hjá félaginu og hafa áhuga að koma með í ferðir greiða eigin kostnað, annað hvort með því að panta sjálf sínar ferðir eða millifæra á deildina og deildin/farastjóri sér þá um að bóka ferðina.
- Iðkendur og aðrir sem fara með í ferðina, skulu ganga frá greiðslu áður en ferð er pöntuð. Fararstjóri/Yfirþjálfari sér um að senda hverjum iðkanda upplýsingar um upphæð viðkomandi ferðar.
- Fararstjórar og sjálfboðaliðar í æfinga og keppnisferðum á vegum Sleipnis skulu sýna sakavottorð eða gefa heimild til upplýsingaröflunar úr sakaskrá ríkisins, sbr. 16. grein íþróttalaga.
- Öll notkun áfengis, tóbaks og annarra vímuefna er stranglega bönnuð í ferðum á vegum deildarinnar, hvort sem um ræðir þjálfara, fararstjóra, iðkanda, foreldra eða aðra sem ferðast með (sjá siðareglur UMFN).
- Þjálfarar skulu annast alla faglega þætti sem tengjast keppendum og keppninni sjálfri.
- Þeir kynna fyrir keppendum skipulag keppna og æfinga og sjá til þess að iðkendur séu stundvísir. Þeir leita til fararstjóra ef þörf krefur.
- Þjálfarar eiga ávallt að vinna í samráði við fararstjóra, sem hefur lokaorðið ef upp kemur ágreiningur.
- Þjálfari ber ásamt fararstjóra, ábyrgð á keppendum utan vallar sem innan, á ferðalagi sem og dvalarstað. Saman skipuleggja þeir matartíma, frjálsan tíma, ferðalög og annað.
- Þjálfari skal yfirfara búninga keppenda fyrir mót og sjá um skipulag á keppnisstað.
- Þjálfarar skulu í framkomu sinni og athöfnum vera góð fyrirmynd keppendum.
- Fararstjóri ber ábyrgð á þeim iðkendum sem ferðast og því skal ávallt hlýða honum.
- Fararstjórar þurfa að vera til fyrirmyndar varðandi hegðun sína.
- Fararstjóri sér um að skipuleggja ferðir, með því að bóka flugmiða, gistingu, samgöngur og tilhögun ferðar. Í ferðum þar sem ekki er farastjóri skal stjórn í samráði við þjálfara sjá um bókanir og greiðslur ferða.
- Fararstjóri útbýr dagskrá áður en ferð hefst og sendir á þá iðkendur sem eru skráðir í ferðina.
- Fararstjóri ræður tilhögun ferðar og skal ávallt ferðast með hópinn saman.
- Fararstjóri þarf að ræða við foreldra barna sem hann annast og halda utan um sérþarfir hvers barns.
- Halda þarf utan um vasapeninga þeirra barna sem ekki geta gert það sjálf og mælt er með því að hafa umslög merkt hverju barni og skammta þeim eftir þörfum.
- Fararstjóri þarf að hafa síma meðferðis og vera tilbúinn að taka á móti símtölum hvenær sem er sólarhringsins.
- Farastjóri þarf að passa að farið sé að öllum reglum er snúa að öryggi iðkenda eins og til dæmis ef notast á við bifreið þá þarf að passa að ökumaður hafi gild ökuréttindi og viðurkenndur öryggisbúnaður sé alltaf notaður.
- Fararstjóri skal hafa meðferðis litla skyndihjálpartösku og ber ábyrgð á að hún innihaldi þá hluti sem þarf.
- Iðkendur skulu hlýða þjálfara og farastjóra.
- Iðkendur skulu vera deild sinni til sóma og sýna góða hegðun.
- Iðkendur skulu vera góðar fyrirmyndir.
- Í mótum sem og á keppnisstað skulu iðkendur bera virðingu fyrir öðrum iðkendum og þjálfurum.
- Iðkendur skulu taka þátt í skipulagðri ferðadagskrá og ef um breytingar er að ræða þá þarf að ræða það við fararstjóra og eða þjálfara.
Reglur um laun og þjálfarastyrki Sleipnis
Stjórn Sleipnis ákveður ár hvert hver laun verða það árið. Laun ráðast af fjárhag deildarinnar ár hvert. Laun skulu ávallt vera miðuð við það að deildin sé fjárhagslega sjálfbær.
Stjórn Glímudeildar UMFN ákveður laun hvers árs og gefur úr launatöflu sem stjórnin hefur til skoðunar og meðferðar. Laun eru trúnaðarmál og skal fara með þau sem slík.
Öllum þjálfurum skal greidd laun og ákveður stjórn Sleipnis ár hvert tímalaun hvers þjálfara.
Launatafla skal miðast við menntun, aldur og beltagráðu þjálfara. fjölda iðkenda. Stjórn er leyfilegt að ákvarða launahækkun ef fjöldi iðkenda á hvern þjálfara fer yfir ákveðin mörk.
Allir þjálfarar skulu sitja þjálfaranámskeið ÍSÍ eða hafa menntun s.s. Íþróttafræði eða sambærilegt sem veitir þjálfararéttindi.
Verklag fyrir keppnis- og æfingaferðir innanlands og utan.Stjórn Glímudeildar UMFN ákveður keppnis- og ferðaáætlun, í samvinnu við yfirþjálfara hverrar greinar, í janúar ár hvert. Stjórn tekur ákvörðun í samvinnu við yfirþjálfara hvaða keppnir og æfingabúðir verður farið í á árinu innan- og utanlands.
Verklag
Miða skal við að fastar keppnir innanlands séu:
- Öll formleg mót BJI JSÍ og GLÍ, ef keppendur vilja skrá sig.
- Sleipnir tekur þátt í Suðurnesjameistaramótaröðinni.
- Föst innanfélagsmót GDN í júdó eru:
o Jólamót og
o Suðurnesjameistaramót í september
Miðað skal við að fastar ferðir deildarinnar séu:
- Glíma: Ferð erlends í fyrstu helgina í ágúst og æfingabúðir á vegum GLÍ.
- Júdó: Södra Open 4 árlega og æfingabúðir annað hvert ár erlendis.
Aðrar keppnis- og æfingaferðir sem yfirþjálfari og/eða iðkendur vilja taka þátt í, skulu ákveðin í samvinnu við stjórn.
Séu tvö mót á sama degi, tekur yfirþjálfari ákvörðun um það á hvaða mót verður farið. Keppendum er jafnframt leyfilegt að fara án fylgdar á mót.
Sé iðkandi GDN valin í landsliðsverkefni af sérsambandi er æskilegt að ábyrgur, fullorðinn einstaklingur fari með í ferðina. Séu fleiri en einn iðkandi valdir í landsliðsverkefni má bjóða öðrum iðkendum GDN sem hafa unnið sér inn keppnisrétt á því móti, að skipuleggja keppnisferð á vegum deildarinnar á það mót.
Reglur Sleipnis um fjáraflanir, siðareglur og styrktarreglur.Foreldrar innan Sleipnis standa fyrir ýmsum fjáröflunum. Þessar fjáraflanir geta verið af ýmsum toga s.s. sala á vörum, verkefni sem við tökum að okkur, útburður og ýmislegt fleira. Flestar fjáraflanir eru merktar iðkendum sem taka þátt og afrakstur fer inn á ferðasjóð iðkenda.
Reglur um fjáraflanir
Reglur um fjáraflanir/safnanir í nafni Íþróttafélagsins Sleipnis
Aðalstjórn UMFN fjallar sérstaklega um styrki vegna Ólympíuleika.
Deildir UMFN eru fjárhagslega sjálfstæðar samkvæmt lögum félagsins og hafa tekjur af félagsgjöldum iðkenda sinna og ágóða af íþróttamótum og öðrum fjáröflunum. Deildir félagsins bera ábyrgð á útgjöldum sínum , uppsafnaður rekstrarvandi er EKKI styrkhæfur.
Dæmi um útgjaldaliði: Kostnaður við þjálfun (laun og fræðsla), keppnisbúningar, dómgæsla, ferðakostnaður og hver sá búnaður sem þarf til æfinga og keppni.
Á fundi aðalstjórnar 13.6.2022 var samþykkt að hækka styrkinn í 30.000. krónur.
Reglugerð um íþróttagreinar innan sömu deildar UMFN
- Fjáraflanir einstakra hópa skulu vera á vegum viðkomandi foreldraráðs, eða iðkenda sjálfra, ef þeir eru 18 ára eða eldri. Áður en ráðist er í fjáröflun skal viðkomandi hópur eða foreldraráð ákveða hvaða einstaklingar eru ábyrgðarmenn fjáröflunarinnar og skulu þeir koma fram fyrir hönd hópsins.
- Samþykki stjórnar skal liggja fyrir áður en ráðist er í fjáröflun.
- Einstaklingar og hópar skulu við fjáraflanir ávallt vera merktir félaginu og gefa upplýsingar fyrir hvern og til hvaða verkefnis fjársins er aflað.
- Áður en farið er í fjáröflun skal liggja fyrir hvernig henni verði varið, hvort um er að ræða sameiginlegan sjóð og/eða merkt viðkomandi einstaklingi.
- Fjáraflanir á vegum flokka, deilda eða einstakra hópa innan Íþróttafélagsins Sleipnis skal miðast við að standa straum af beinum kostnaði vegna viðkomandi viðburðar s.s. beinum ferða- og dvalarkostnaði ásamt kostnaði við þátttöku í viðburðum sem skipulagðir eru sem hluti af viðkomandi ferð. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur geti með fjáröflun í nafni félagsins aflað sér fjármuna umfram beinan kostnað.
- Einstaklingur sem safnað hefur fé sem sérstaklega er merkt honum hættir við þátttöku í ferð/viðburði af óviðráðanlegum sökum á ekki rétt á að fá endurgreitt það sem safnað er fyrir. Í slíkum tilvikum rennur féð sem merkt var viðkomandi einstaklingi í sameiginlegan sjóð. Ef fé hefur verið lagt inn í verkefnið án söfnunar vegna einstaklingsins á viðkomandi rétt á endur-greiðslu.
- Stjórn Sleipnis úrskurðar um öll ágreiningsmál sem upp koma í tengslum við safnanir á vegum félagsins og getur sett nánari reglur um þær og veitt undanþágur ef slíkt telst nauðsynlegt.
Aðalstjórn UMFN fjallar sérstaklega um styrki vegna Ólympíuleika.
Deildir UMFN eru fjárhagslega sjálfstæðar samkvæmt lögum félagsins og hafa tekjur af félagsgjöldum iðkenda sinna og ágóða af íþróttamótum og öðrum fjáröflunum. Deildir félagsins bera ábyrgð á útgjöldum sínum , uppsafnaður rekstrarvandi er EKKI styrkhæfur.
Dæmi um útgjaldaliði: Kostnaður við þjálfun (laun og fræðsla), keppnisbúningar, dómgæsla, ferðakostnaður og hver sá búnaður sem þarf til æfinga og keppni.
Á fundi aðalstjórnar 13.6.2022 var samþykkt að hækka styrkinn í 30.000. krónur.
Reglugerð um íþróttagreinar innan sömu deildar UMFN
- Heimilt er að stunda fleiri en eina íþróttagrein innan sömu deildar UMFN, svo fremi sem þær fari saman, t.d. hvað aðstöðu varðar og annað tilheyrandi.
- Samþykki stjórnar viðkomandi deildar þarf að liggja fyrir.
- Alltaf skal leggja fyrir aðalstjórn ef stofna á nýja íþróttagrein innan deildar sem fyrir er.
- Ef aðalstjórn samþykkir beiðni um stofnun nýrrar íþróttagreinar á fundi sínum, getur stjórn viðkomandi deildar sótt um aðild að tilheyrandi sérsambandi innan ÍSÍ.
DRÖG að Styrktarreglur Sleipnis
Sleipnir úthlutar styrkjum til afreksmanna sinna, samkvæmt umsóknum sem berast frá formönnum deilda og eru styrkhæf verkefni þátttaka í Norðurlandamótum, Evrópumótum og Heimsmeistaramótum með landsliðum Íslands ef kostnaður vegna fararinnar er ekki greiddur að fullu af viðkomandi sérsambandi. Styrkur vegna tímabilsins 2009-2010 hefur verið ákveðinn 20.000,- krónur.
Aðalstjórn Sleipnis fjallar sérstaklega um styrki vegna Ólympíuleika.
Deildir Sleipnis eru fjárhagslega sjálfstæðar samkvæmt lögum félagsins og hafa tekjur af félagsgjöldum iðkenda sinna og ágóða af íþróttamótum og öðrum fjáröflunum. Deildir félagsins bera ábyrgð á útgjöldum sínum , uppsafnaður rekstrarvandi er EKKI styrkhæfur.
Dæmi um útgjaldaliði: Kostnaður við þjálfun (laun og fræðsla), keppnisbúningar, dómgæsla, ferðakostnaður og hver sá búnaður sem þarf til æfinga og keppni.
Á fundi aðalstjórnar 13.6.2022 var samþykkt að hækka styrkinn í 30.000. krónur.
Reglugerð um íþróttagreinar innan sömu deildar UMFN
Aðalstjórn Sleipnis fjallar sérstaklega um styrki vegna Ólympíuleika.
Deildir Sleipnis eru fjárhagslega sjálfstæðar samkvæmt lögum félagsins og hafa tekjur af félagsgjöldum iðkenda sinna og ágóða af íþróttamótum og öðrum fjáröflunum. Deildir félagsins bera ábyrgð á útgjöldum sínum , uppsafnaður rekstrarvandi er EKKI styrkhæfur.
Dæmi um útgjaldaliði: Kostnaður við þjálfun (laun og fræðsla), keppnisbúningar, dómgæsla, ferðakostnaður og hver sá búnaður sem þarf til æfinga og keppni.
Á fundi aðalstjórnar 13.6.2022 var samþykkt að hækka styrkinn í 30.000. krónur.
Reglugerð um íþróttagreinar innan sömu deildar UMFN
- Heimilt er að stunda fleiri en eina íþróttagrein innan sömu deildar Sleipnis, svo fremi sem þær fari saman, t.d. hvað aðstöðu varðar og annað tilheyrandi.
- Samþykki stjórnar viðkomandi deildar þarf að liggja fyrir.
- Alltaf skal leggja fyrir aðalstjórn ef stofna á nýja íþróttagrein innan deildar sem fyrir er.
- Ef stjórn samþykkir beiðni um stofnun nýrrar íþróttagreinar á fundi sínum, getur stjórn viðkomandi deildar sótt um aðild að tilheyrandi sérsambandi innan ÍSÍ.